Fyrri mynd
Nęsta mynd
EnglishFacebook

Rúmgaflaborð

Rúmgaflaborðið er rúmgafl sem hægt er að breyta í borð með tveimur handtökum. Það er rúmgafl þegar þú þarft ekki að nota það en þegar þú ferð í tölvuna eða færð morgunmat í rúmið þá er ekkert mál að draga það fram og breyta í borð.

Það er á hjólum svo auðvelt er að ýta því til og frá veggnum.

Hvert borð er sérsmíðað eftir pöntun, þú sendir inn hæðina og breiddina á rúminu þínu. Svo mælir þú hæðina milli rúmsins og lófa þíns með olnbogana og bakið í 90° þegar þú situr í því, svo hæðin á borðinu verður eins rétt fyrir þig og hægt er þegar þú situr í rúminu.

Biðtími er mislangur og það er hægt að fá það án mynsturs eða með annað mynstur en það er samningsatriði.

Kr. 299.990,-