Fyrri mynd
Næsta mynd
EnglishFacebook

Fréttir

MottuherðatréinMottuherðatréin

Mottumars

Eins og ég var búin að nefna einhverntíman áður þá verð ég með styrktarverkefni í mars og það byrjar á morgun. Seld verða Mottuherðatré sem ég hannaði og fékk ég nokkur fyrirtæki með í að framleiða þau.
- Lesa meira ...
Getum alveg eins hætt að hlusta á þáGetum alveg eins hætt að hlusta á þá

Útrásarvíkingarnir

Ég kláraði loksins að taka myndir af "barbie verkefninu"! Eins og þið sjáið þá eru þetta skór, ekki beint skór sem maður gengur í heldur skór sem koma á framfæri yfirlýsingu. Þetta eru íslensku útrásarvíkingarnir sem komu Íslandi í gjaldþrot og hjálpuðu til að koma öðrum löndum í sama far. Þeir fengu sér albúm en hérna ætla ég að birta myndirnar sem komust ekki í það albúm, þarna fengu hausar að fjúka o.s.frv.
- Lesa meira ...
HringurHringur

Málmhönnun

Ég var að klára áfanga í málmhönnun og set myndir af því sem ég bjó til þar hérna. Svo er ég með nokkur verkefni þegar skipulögð fyrir næstu önn. Eitt er ansi viðamikið húsgagn. En það kemur í ljós á næsta ári :) Í öðrum fréttum þá eru partarnir, sem vantaði í vélina, fastir í tollinum svo þetta er eitthvað komið af stað aftur. Vonandi eru þeir enga stund að laga hana! Styrktarverkefnið gengur mjög vel. Ég er búin að finna alla styrktaraðilana svo núna er bara að bíða á meðan þeir búa herðatréin til og vonandi fellur þetta ekki á tíma!
- Lesa meira ...
Þessi dýrkar öll fötin mínÞessi dýrkar öll fötin mín

Verkefni til styrktar Krabbameinsfélaginu

Ég hef verið að vinna að verkefni undanfarið sem verður til styrktar Krabbameinsfélaginu næsta mars á svokölluðum Mottumars. Það hefur gengið rosavel að finna fyrirtæki tl þess að taka þátt í verkefninu og kemur mér eiginlega á óvart hvað fólk tekur yfirleitt vel í þessa hugmynd.
- Lesa meira ...

Nýtt verkefni

Þetta verkefni er ekki beint vara heldur fyndinn gjörningur (þó að ég segi sjálf frá). Ég er búin að ræða við lögfræðing um hve langt ég get gengið með það.. sem er ekki næstum því eins langt og ég vildi svo fólk verður að nota aðeins ímyndunaraflið. Ég hef ekki áhuga á að vera kærð svo conceptið verður að duga
- Lesa meira ...

Vegleg pása

Síðast var ég að deyja úr spenningi fyrir Hönnunarmars en kom svo í ljós að við fengum ekki að vera með í kynningarefninu útaf því við erum ekki faglærðar svo það var blásið af. Þessi stétt er miklu stífari með þetta blessaða fagnám heldur en t.d. leikara- og tónlistarstéttirnar en það segir sig kannski sjálft. Maður vissi nú nokkurnveginn hvað maður var að fara út í upp á það að gera en nóg um það!
- Lesa meira ...

Gallerí grandi

Við skoðuðum Gallerí granda þarsíðasta mánudag! Svakalega skemmtilegt og fallegt rými, við munum sýna þar eftir ca. 2 vikur á Hönnunarmars eins og ég hef áður tekið fram. Vá hvað það er stutt í þetta
- Lesa meira ...

Hönnunarmars 2012 :D

Ég verð með sýningu á Hönnunarmars ásamt Hafdísi og Vilborgu í Arca (www.arca.is) og Unni (undir Dimma design á facebook) í Gallerí Granda 22. – 25. mars Þar mun ég t.d. frumsýna eina nýja hönnun sem ég kalla Skarthengi ásamt því að vera með eitthvað af hinum til sýnis líka.
- Lesa meira ...

All business and no design makes Sunna a dull girl

Held ég byrji bara að blogga hérna fyrst að nýja síðan sem ég var að setja upp býður upp á það. En það gengur allt svona meinhægt en örugglega, ekki eins hratt og ég vil en það verður að taka tillit til þess að maður er í tveimur öðrum vinnum og bíllaus
- Lesa meira ...