Fyrri mynd
Nęsta mynd
EnglishFacebook

Um SOSK design

Sunna Ósk ÞorvaldsdóttirÉg heiti Sunna Ósk Þorvaldsdóttir og er hönnuðurinn á bakvið SOSK design.

Fædd árið 1989 og uppalin á Sauðárkróki en flutti til Reykjavíkur eftir gagnfræðiskólann til að læra hönnun í Tækniskólanum.

Áhugi minn hefur legið í sköpun af ýmsu tagi síðan ég man eftir mér. Skissubækurnar mínar frá því ég var 12. ára og upp úr, voru fyrir mér hálfgerðar dagbækur þar sem ég kom niður hugmyndum að vörum, húsgögnum, fötum, textum, gjörningum og svo voru auðvitað teikningar og málverk.